eirikur's avatar
eirikur
eirikur@nostrplebs.com
npub1m8kw...dr5w
(Un)Official spokesman of austrian economics in Iceland
eirikur's avatar
eirikur 7 months ago
Í nafni réttlætis Helstu gagnrýnisraddir frjáls markaðar beinast oft að því að hann skorti réttlæti, og er þá átt við félagslegt réttlæti - ójöfnuð í auði og tekjum. Lausnin sem boðuð er felst í ríkisafskiptum sem eiga að „leiðrétta“ þessa meintu neikvæðu niðurstöðu frjáls markaðar. Sú krafa að markaðurinn þurfi að vera félagslega réttlátur felur ekki aðeins í sér misskilning á eðli markaðarins sjálfs, heldur einnig í því hvað felst í réttlæti. En hvað felst í réttlæti? Öllum hugtökum má snúa upp á og sníða að hentugleika þess sem notar þau. Þegar „réttlæti“ er sett í félagslegt samhengi og notað sem réttlæting fyrir afskiptum ríkisins, hefur merkingin fjarlægst uppruna sinn. Þannig verður réttlæti ekki lengur spurning um að hver fái sitt, heldur hver fái eitthvað – frá einhverjum öðrum. Ef við ætlum að ræða réttlæti af einhverju viti, verðum við að byrja á að gefa okkur einhverjar frumsendur. Réttlæti hlýtur að felast í því að einstaklingurinn hafi óskoraðan rétt til sjálfs síns – líkama síns, huga og athafna – og til eigna sinna. Að enginn megi taka eignir hans gegn vilja hans, né skipa honum hvernig hann eigi að nota þær, eða sjálfan sig. Hver sá sem brýtur gegn þessum grundvallarreglum, hvort sem það er einstaklingur eða ríkisvaldið sjálft, fremur ranglæti gegn eignarrétti einstaklingsins. Hugtakið „félagslegt réttlæti“ hefur enga skýra merkingu. Það vísar ekki til neins hlutlægs raunveruleika heldur er það notað sem tilfinningalegt slagorð – oftast af þeim sem telja sig vita hver eigi að fá hvað, en vilja forðast að færa fyrir því rök. Þegar krafa er gerð um að markaðurinn skili „réttlátri“ niðurstöðu, er í raun verið að heimta að ópersónuleg og ómiðstýrð atburðarás – sem byggir á óteljandi ákvörðunum frjálsra einstaklinga – framkalli fyrirfram ákveðna útkomu samkvæmt hugmynd einhvers annars um hvað sé „réttlátt“. En markaðurinn er ekki meðvitað fyrirbæri. Hann velur ekki. Hann ákveður ekki. Hann er ekki siðferðilegur gerandi. Hann er einfaldlega afleiðing frjálsra samskipta fólks sem leitast við að bæta eigið líf. Að spyrja hvort markaðurinn sé réttlátur er því eins og að spyrja hvort veðrið eða árfarvegurinn séu siðlaus – það getur hljómað gáfulega, en er í eðli sínu bull. Samfélög þróast ekki með fyrirfram ákveðinni hönnun, heldur í gegnum prófanir, reynslu og aðlögun einstaklinga - sjálfsprottið skipulag byggt á frjálsum samskiptum. Reglur spretta fram af raunveruleikanum sjálfum – þær sem virka haldast, aðrar deyja út. Að ætla sér að stýra þessum þróunarlögum með miðlægri hugmyndafræði um jafnræði eða útkomujöfnuð er ekki aðeins óraunsætt, heldur krefst það brots á þeim meginreglum sem gera frjáls samskipti möguleg: eignarrétti, samningafrelsi og virðingu fyrir einstaklingnum sem sjálfstæðri og siðferðilegri veru. Margir sem gagnrýna frjálsan markað gera það ekki vegna skorts á virkni, heldur vegna óánægju með niðurstöðuna. Þeir viðurkenna að markaðurinn virki – að hann hvetji til nýsköpunar, framleiðni og bættra lífskjara – en hafna síðan afleiðingunum ef þær samræmast ekki hugmyndum þeirra um jöfnuð. Þeir eru ekki ósáttir við ferlið sem slíkt, heldur við þá staðreynd að sumir græða meira en aðrir. Þá kalla þeir aðilar eftir afskiptum: ekki til að laga kerfið, heldur til að stýra því að fyrirfram ákveðinni útkomu. Slík inngrip ganga þvert á eðlilega virkni markaðarins. Þau veikja hvata, trufla verðmyndun og leiða að lokum til lakari nýtingar á sjaldgæfum auðlindum. Þótt kerfið kunni að virðast réttlátara á yfirborðinu, er raunveruleg niðurstaða oftar en ekki sóun og dýpri fátækt en ella væri. Að réttlæta afskipti ríkisins með vísan í réttlæti er eins og að ætla að stýra farvegi árinnar eftir því hvaða plöntur eiga skilið að fá vatn. En áin – líkt og markaðurinn – finnur sjálf sinn farveg, og plönturnar – rétt eins og einstaklingar – aðlagast honum, finna sinn stað og dafna þar sem skilyrðin leyfa. Þegar við reynum að stýra flæðinu eftir geðþótta, töpum við því náttúrulega samspili sem annars skapa jafnvægi án þess að nokkur þurfi að skipa fyrir. Þó efnahagslegar og huglægar röksemdir sýni fram á villur í hugmyndinni um félagslegt réttlæti, þá duga þær ekki einar og sér. Til að verja frelsi þarf siðferðilegan grunn. Frelsi er ekki aðeins hagkvæmt – það er alltaf það rétta. Réttlæti felst ekki í því að niðurstaða falli einhverjum í geð, heldur í því að enginn hafi brotið gegn rétti annars. Réttlæti er ekki afleiðing hagkvæmni; það er forsenda þess að frelsi hafi yfirhöfuð einhverja merkingu. Það dugar ekki að réttlæta frelsi með tilvísun í betri lífskjör. Um leið og rætt er um réttlæti, þarf að leggja mat á sjálfa athöfnina, ekki bara afleiðingarnar. Ef frelsi er „gott“ þegar það leiðir til velmegunar, hlýtur það líka að vera réttmætt í sjálfu sér – óháð niðurstöðunni. Því verður ekki rætt um eignarrétt án þess að spyrja hvort eign hafi verið fengin á réttan hátt. Að halda eign segir ekkert um réttmæti hennar. Sá sem rænir hús á það ekki – og vald ríkisins breytir engu um það. Réttur byggist ekki á valdi, heldur á þeirri einföldu siðferðisreglu að enginn megi beita ofbeldi gegn öðrum – hvorki einstaklingar né ríkisvaldið. Að hafna hugmyndum um „félagslegt réttlæti“ þýðir ekki að allar núverandi eignir eða kerfi séu sjálfkrafa réttlætanleg. Dæmi eins og upphafleg úthlutun veiðiheimilda á Íslandi sýna að eignir sem ekki eru fengnar á frjálsum markaði, heldur með pólitískum íhlutunum, skapa óréttlæti. Markaðurinn getur aðeins verið réttlátur ef aðgangur að gæðum og verðmyndun þeirra byggir á frjálsum viðskiptum, ekki forréttindum. Það þýðir þó ekki að lausnin sé að ríkisvaldið hrifsi til sín aftur það sem áður var úthlutað – heldur að skapa skýran, stöðugan ramma þar sem þessi gæði ganga á kaupi og sölu eins og aðrir eignarhlutir. Réttlæti verður ekki tryggt með því að bæta ranglæti ofan á annað ranglæti. Ef við viljum samfélag sem byggir á frelsi, þurfum við að byggja það á réttlæti. En þá verðum við að hugsa réttlæti ekki sem eitthvað sem stjórnmálamenn, vopnaðir dyggðarskreytingum og skammsýnum vinsældum, ákveða eftir eigin mælikvarða – heldur sem siðferðilega reglu sem gildir jafnt fyrir alla. Og sú regla er einföld: Enginn má ráðast gegn öðrum. Allt sem fer gegn þessari reglu – hversu fögur orð sem notuð eru til réttlætingar – er ranglæti. Réttlæti felst ekki í því að útkomur séu jafnaðar, heldur í því að aðferðirnar séu sanngjarnar. Að beita frelsi og virða eignarrétt án ofbeldis er sú eina siðferðilega og raunhæfa leið sem leiðir til friðsæls og blómlegs samfélags. Markaðurinn þarf ekki að vera „réttlátur“ samkvæmt geðþótta viðmiðum stjórnmálaafla – hann þarf aðeins að vera frjáls. Því þar sem frelsi ríkir, þar skýtur réttlæti rótum. Þar sem réttlæti ríkir, þar dafnar einstaklingurinn – og með honum siðmenningin sjálf. Réttlátt samfélag er ekki byggt á óréttlátri aðferð. Ef réttlæti á að þýða eitthvað, þá hlýtur það að krefjast þess að við virðum frelsi hvers einstaklings – ekki aðeins þegar okkur líkar við niðurstöðuna, heldur líka þegar við gerum það ekki. Ríkisvald sem stýrir útkomum með valdboði, í nafni réttlætis, brýtur gegn réttlætinu sjálfu. Frjáls markaður er ekki fullkominn, en hann er eina kerfið sem byggir á samþykki, ábyrgð og virðingu fyrir manninum sem sjálfstæðri veru. Þar sem slíkir grunnar eru lagðir, þar getur raunverulegt réttlæti fengið frið til að blómstra.
eirikur's avatar
eirikur 8 months ago
Það sem sést, og það sem ekki sést. Frédéric Bastiat skrifaði á miðri 19. öld að í stjórnmálum og hagfræði sé mikilvægt að líta ekki einungis til augljósra afleiðinga aðgerða — þess sem sést — heldur líka þess sem ekki sést: ósýnilegra afleiðinga, tækifæra sem glatast og kostnaðar sem ekki er strax augljós. Þessi hugsun á betur við nú en nokkru sinni fyrr. Í dag er aftur og aftur kallað eftir ríkisaðgerðum til að stuðla að breytingum. Hvort sem það eru orkuskipti, sjálfbærni eða bætt lífsgæði, þá virðist lausnin ávallt vera sú sama: styrkir, niðurgreiðslur og inngrip að hálfu ríkisins. Það sem sést eru góðar fyrirætlanir, ráðherrar með áætlanir, og borgarar sem fá nýtt hjól eða nýjan rafbíl á afslætti. En hvað er það sem ekki sést? Í nýlegum fréttum má sjá hvernig 1,4 milljarðar hafa runnið úr Orkusjóði til rafbílakaupa. Í skýrslum ráðuneytisins kemur fram að nær helmingur styrkjanna hafi runnið til tveggja tekjuhæstu tíundanna, og tekjuhæsti hópurinn fékk einn og sér tæpan þriðjung heildarstyrkjanna. Þetta þýðir einfaldlega að ríkisfjármunum, safnað með halla og sköttum frá öllum þjóðfélagshópum, var beint til þeirra sem síst þurftu á því að halda til að fjármagna neyslu einkabíls. Nýjasta útspilið er styrkir til kaupa á nytjahjólum — allt að 200.000 krónur eða þriðjungur af kaupverði. Þeir sem hafa efni á því að kaupa sér nýtt nytjahjól fá þannig niðurgreiðslu úr sameiginlegum sjóðum. En hver borgar fyrir það? Er það sá sem býr í dreifbýli og hefur takmörkuð not af hjóli í daglegum erindum? Eða einstaklingur sem þarf að forgangsraða milli matar, lyfja og húsaleigu? Það sem sést er sá sem fær styrk. Það sem ekki sést er sá sem borgar. Þessir styrkir eru ekki fjármagnaðir með sparnaði, heldur með ríkisútgjöldum — annað hvort með beinum sköttum í dag eða skuldum sem verða að sköttum framtíðarinnar, oft í formi verðbólgu sem smám saman étur upp kaupmátt allra. Þetta eru peningar sem hefðu annars getað farið í frjálsa neyslu, sparnað, fjárfestingar eða einfaldlega verið skilin eftir í vösum borgara. Við sjáum rafbíl eða hjól — en ekki verðmætasköpunina sem átti sér ekki stað vegna þess að fjármagninu var beint annað, í pólitískum tilgangi. Ríkið fjárfestir ekki með eigin peningum – því ríkið á enga peninga. Allt sem það hefur, hefur það tekið frá öðrum. Það gerir það án þess að þurfa að sýna fram á arðsemi eða mæta raunverulegri eftirspurn almennings, heldur eftir pólitískum forgangsröðunum sem sveiflast með hentugleika milli kjörtímabila. Ef það væri einfaldlega þannig að öll útgjöld ríkisins skiluðu samfélaginu hreinum ábata, væri nærtækast að ríkisvæða allt. En slíkt fyrirkomulag útrýmir einkaeign og persónulegri ábyrgð – og þar með þeim hvötum sem knýja einstaklinga og fyrirtæki til að nýta auðlindir skynsamlega, þróa betri lausnir og þjóna raunverulegri eftirspurn annarra. Það sem kallað er „samfélagslegur ávinningur“ í opinberum inngripum er sjaldnast mældur með markaðslegum aðferðum – heldur skilgreindur af stjórnmálafólki og embættismönnum sem sitja ekki undir afleiðingum ákvarðana sinna. Á frjálsum markaði er hagnaður ekki tilviljunarkenndur eða handahófskennd umbun. Hann er merki um að verðmæti hafi verið sköpuð – að einhver hafi veitt öðrum eitthvað sem var nægilega gagnlegt til að fólk væri tilbúið til að greiða fyrir það af fúsum og frjálsum vilja. Það er mælikvarði á gagnkvæman ávinning og ábyrgð. Þegar ríkið „hagnast“ eða ráðstafar fjármagni, þá er það ekki afleiðing frjálsra viðskipta. Það tekur fjármuni með valdboði – og kallar það réttlæti. Það sem virðist hagnaður hjá einum er þá einfaldlega tap annars. Þetta er ekki verðmætasköpun heldur tilfærsla, og sá munur skiptir öllu. Verðmætasköpun á sér stað þegar eitthvað nýtt og gagnlegt verður til — þegar einstaklingur býr til vöru eða þjónustu sem aðrir meta og eru fúsir að greiða fyrir. Tilfærsla á sér stað þegar fjármunir eru einfaldlega teknir frá einum og færðir til annars. Það býr til engin ný verðmæti – aðeins breytir því hver heldur á þeim. Í ljósi þess verður að spyrja: Er rétt að verja hundruðum milljóna í styrki sem enda í höndum þeirra sem hafa þegar tækin og tækifærin? Er rétt að kalla það samfélagslega ábyrgð að taka skattfé almennings og færa til velstæðra rafbílaeigenda og hjólakaupenda? Kannski ættum við að íhuga hvort ekki sé kominn tími til að treysta meira á einstaklinginn – á dómgreind hans, hvata og ábyrgar ákvarðanir í frjálsu samhengi. Og minna á yfirvald sem telur sig vita best hvernig aðrir eiga að lifa sínu lífi. Það sem sést eru fyrirætlanir – styrkir og loforð. Það sem ekki sést eru afleiðingarnar – verðmæti sem aldrei urðu til.
eirikur's avatar
eirikur 8 months ago
Austurrísk hagfræði er í raun ekkert annað en praktískur leiðarvísir að siðmenningu. Hún byggir á óhrekjanlegum frumsemdum um eignarrétt og sjálfsábyrgð. Eignarrétturinn er forsenda þess að friðsamlegt samfélag geti þrifist – og þar með siðmenning orðið til. Grundvallarhugmynd austurríska skólans er mjög einföld: enginn má ráðast gegn líkama eða eigum annars manns. Þegar þessum grunngildum er fylgt skapast rými fyrir samvinnu, sjálfsprottna reglu og sjálfbæra velsæld. Sjálfsprottin regla er það fyrirbæri þegar skipulag og samvinna myndast án miðstýringar – þegar fólk einfaldlega finnur leiðir til að vinna saman í gegnum frjáls samskipti. Dæmi um slíkt eru þróun tungumála, þjóðlegar venjur og menning, eða jafnvel markaðir á borð við Kolaportið. En þegar brotið er gegn þessum grunngildum – til dæmis með miðstýrðum stýrivöxtum, stjórnlausri peningaprentun eða þvingaðri skattheimtu – raskast þessi náttúrulegi friður. Í staðinn kemur valdbeiting, ósýnileg eignaupptaka, röskun á sjálfsprottinni reglu og siðferðileg hnignun.
eirikur's avatar
eirikur 11 months ago
Listening to Trump vow to cleanse Gaza with American troops is the clearest manifestation of the fact that the United States acts as a puppet state of Israel - where Israel’s interests seem to outweigh its own. Not long ago, I heard Icelandic Zionists celebrate Trump for brokering a ceasefire in Gaza, claiming he was doing great things. Do they believe he is doing equally great things when he vows to clear out the Gaza Strip, home to 1.7–1.8 million people? These same people accuse those who oppose Israel’s expansionism of antisemitism - are they not then guilty of anti-Muslim bigotry? Those who seem to hate Muslims as much as they do - why do they never ask who is responsible for displacing them from war zones to every corner of the Western world? Who is responsible for destroying their civilizations? Who is responsible for stealing their land and property? Western civilization is in decline - but what are the causes? What drives social instability and fuels people’s anger? Is it religious conflict? Is it a clash of cultures? Or is it something else? No doubt, all these factors play a role, but in my view, rising time preference is always the root cause of societal decay. Rising time preference, impulsivity, and anger are merely different sides of the same coin. What raises people’s time preference is an unpredictable future - when their ability to provide for themselves and their families in the long run is taken away from them. Nothing increases time preference more than living in a war zone, where the lives of oneself and one’s family are in constant danger. I believe this is why the Middle East is a perpetual source of violence and conflict. When an uncertain future and the constant threat of death become the reality for a large group of people, short-term thinking intensifies. People seek immediate solutions, whether through violence, impulsive political decisions, or allegiance to strongmen or terrorist groups that promise rapid change. Another factor that raises people’s time preference is when they are unable to provide for themselves financially in the future. This happens in inflationary economies, the best example being the hyperinflation of the Weimar Republic. The economic collapse there led to total societal breakdown, where people could neither save nor plan for the future. The consequence was deep helplessness, anger, and distrust of democratic governance - creating fertile ground for radical movements. Hitler and the Nazi Party exploited this situation to the fullest by offering a “rational” explanation - blaming the Treaty of Versailles, the Jews, and the enemies of the state for the misery people were experiencing. In reality, one could argue that the rising time preference of Germans was a key factor in driving them toward fascism, where short-term solutions took precedence over long-term interests, and all focus was placed on immediate restoration at the expense of individual freedom and moral values. The story of the Weimar Republic and Germany is not unique. Every time the future becomes uncertain, people’s wealth deteriorates, and economic security vanishes, societies become vulnerable to radical forces that promise quick fixes—without regard for long-term consequences. To break this historical cycle, where societies collapse due to economic and political instability, we must empower the individual by reclaiming one of the oldest powers of the state - control over money. Wars, regardless of their justification, are primarily financed through this power. The separation of money and state is the best way to safeguard individual property rights and restrain government overreach.
eirikur's avatar
eirikur 11 months ago
Konungar markaðarins Á markaðnum eru það ekki stjórnmálamenn, auðmenn eða embættismenn sem hafa hið raunverulega vald - það er almenningur. Neytendur eru konungar hagkerfisins, þeir eru þeir sem ráða ferðinni. Hver einasta kaupákvörðun er eins konar atkvæði sem stýrir því hvaða vörur og þjónusta lifa af, og hverjar hverfa af sjónarsviðinu. Þetta er kjarninn í lýðræði frjáls markaðar, þar sem hver einstaklingur getur valið það sem mætir hans þörfum best, án þess að aðrir komi að stjórninni. Lýðræði neytenda Frjáls markaður byggir á einstaklingsfrelsi og valfrelsi. Þegar við eyðum peningum okkar í ákveðnar vörur eða þjónustu, sendum við skýr skilaboð til framleiðenda: "Við metum þetta og viljum meira." Þegar eftirspurn eftir vöru eykst, bregðast aðrir framleiðendur við og keppast um að mæta þörfum okkar. Þessi samkeppni skapar hvata til nýsköpunar, aukinnar framleiðni og lækkandi verðs - allt til hagsbóta fyrir neytendur. Í slíku kerfi eru auðmenn ekkert annað en þeir sem hafa tekist að þjóna okkur best, auður þeirra er umbun fyrir að hafa uppfyllt óskir almennings. En þessi auður getur verið hverfull. Þegar neytendur hætta að kjósa vörur þeirra, tapar framleiðandinn markaðshlutdeild sinni og auð sínum. Markaðurinn tryggir þannig að þeir sem ná að skapa raunverulegt virði fyrir fólk haldi velli, á meðan hinir missa stöðu sína. Tökum Apple sem dæmi. Fyrirtækið spyr ekki neytendur hvernig næsti iPhone eigi að líta út, heldur notar það eigin innsæi og rannsóknir til að þróa vörur sínar. Ef vörurnar mæta ekki væntingum neytenda, leita þeir annað - og Apple tapar bæði hagnaði og markaðshlutdeild. Þetta er einfaldleikinn í frjálsum markaði: þeir sem skapa mest virði fyrir sem lægstan kostnað lifa af. Afleiðingar nútíma peningakerfisins Því miður er þetta náttúrulega ferli frjáls markaðar ekki lengur óskert í núverandi peningakerfi. Í dag stjórna stjórnvöld og seðlabankar peningamagni og vöxtum, sem ruglar þetta sjálfsprottna jafnvægi. Með því að prenta pening og halda vöxtum lágum, blása þeir upp gervieftirspurn sem skapar verðbólgu og efnahagslega óstjórn. Í slíku kerfi tapar neytandinn sínu valdi. Peningarnir renna í eignir sem eru aðeins arðbærar vegna verðbólgu, eins og fasteignir, í stað raunverulegra gæða eða þjónustu sem mæta þörfum fólks. Þetta ruglar verðmerkin sem markaðurinn notar til að stýra fjármagni í átt að því sem raunverulega skiptir máli. Auk þess njóta sum fyrirtæki óeðlilegrar sérstöðu í þessu kerfi, þar sem þau sem hafa aðgang að ódýru lánsfé á lægri vöxtum en almenningur, og hljóta fjármagnið fyrst. Þeir sem fá þetta forréttindaaðgengi hagnast mest, því þeir nýta fjármagn áður en verðbólga hefur áhrif og hækkar verð á vörum og þjónustu. Þetta gerir þeim kleift að blása upp skráð virði sitt og halda áfram að vaxa, jafnvel þótt þau skapi ekki raunverulegt virði fyrir neytendur. Þetta er enn ein birtingarmynd þess hvernig miðstýrt fjármálakerfi bjagar markaðinn, veiklar virkni verðmerkja og hindrar getu hans til að umbuna þeim sem raunverulega þjóna samfélaginu. Af hverju fólk hatar kapítalisma Mörg þessara vandamála eru ranglega skrifuð á reikning kapítalismans. Eins og Ludwig von Mises útskýrir í The Anti-Capitalistic Mentality, ruglar fólk saman frjálsum markaði og skekktum ríkisrekstri. Í raunverulegu kapítalísku kerfi er auður einungis tilkominn vegna þess að neytendur hafa kosið að skipta við þá sem skapa verðmæti. Auðmenn eru þannig aðeins þjónar almennings - ekki kúgarar. En þegar stjórnvöld afskræma þetta kerfi með peningaprentun og miðstýringu, byrjar það að líkjast óheiðarlegum leik þar sem sumir njóta forréttinda á kostnað annarra. Þetta styrkir þá röngu hugmynd að kapítalisminn sé rót vandans, þegar í raun er það afskipti stjórnvalda sem skekkja jafnvægið. Endurreisn valds neytenda Ef við viljum endurheimta raunverulegt frelsi á markaðnum, þurfum við að færa valdið aftur til neytenda. Það gerist aðeins með stöðugum og hörðum peningum sem ekki er hægt að útbúa í óendanlegu magni. Bitcoin er ein slík lausn, því það byggir á lögmálum frjáls markaðar og tryggir kaupmátt til lengri tíma litið. Í slíku kerfi væri fjármagni beint í átt að raunverulegum þörfum fólks, ekki gervieftirspurn eða eignabólum. Við skulum ekki gleyma því hverjir eru sönnu konungar hagkerfisins: fólkið sjálft. Frjáls markaður er lýðræðislegasta fyrirkomulagið sem mannkynið hefur fundið upp, þar sem hver króna er atkvæði. Þegar við látum markaðinn starfa án hindrana, blómstrar nýsköpun, verð lækka og lífsgæði aukast. Lausnin liggur í því að verja frelsið - og nýta pening sem þjónar neytendum, ekki valdhöfum eða sérhagsmunum.
eirikur's avatar
eirikur 1 year ago
Af­leiðingar ríkis­af­skipta: Af hverju skað­leg ein­okun er ekki til á frjálsum markaði Ein af viðvarandi goðsögnum í efnahagsumræðunni er sú að frjálsir markaðir leiði óhjákvæmilega til einokunar og uppsöfnun auðs í höndum fárra. Þessi hugmynd hefur verið notuð til að réttlæta ríkisafskipti og reglugerðir sem eiga að vernda neytendur og tryggja sanngjarna samkeppni. En er þessi ótti við einokun á frjálsum markaði raunhæfur, eða er hann afleiðing misskilnings sem leiðir til óþarfa og jafnvel skaðlegra afskipta ríkisins? Frjálsir markaðir og eðli samkeppni Á frjálsum markaði byggjast viðskipti á sjálfviljugum skiptum milli einstaklinga sem leitast við að hámarka eigin hag. Framleiðendur keppast um hylli neytenda með því að bjóða betri vörur, þjónustu og verð. Neytendur hafa frelsi til að velja þær vörur sem uppfylla þeirra þarfir best, sem hvetur framleiðendur til stöðugrar nýsköpunar og umbóta. Þetta samspil framboðs og eftirspurnar tryggir að enginn aðili getur einokað markaðinn til lengri tíma án þess að mæta þörfum neytenda á samkeppnishæfu verði. Hlutverk ríkisafskipta í myndun einokunar Í raunveruleikanum verður skaðleg einokun oftast til vegna ríkisafskipta. Þegar ríkið setur reglugerðir, veitir einkaleyfi eða skapar háar hindranir fyrir innkomu nýrra fyrirtækja og frumkvöðla, myndast umhverfi þar sem fá fyrirtæki geta haldið markaðsráðandi stöðu án ótta við samkeppni. Flókið regluverk og kostnaðarsamar leyfisveitingar gera það erfitt fyrir ný fyrirtæki að komast inn á markaðinn. Þegar ríkisvaldið veitir ákveðnum fyrirtækjum einkarétt á framleiðslu eða dreifingu vöru eða þjónustu, útilokar það samkeppni og hindrar nýsköpun. Einokun ríkisins í peningamálum Annað mikilvægt atriði er einokun ríkisins á peningamálum. Þegar seðlabankar hafa einkarétt á útgáfu peninga og stjórnun peningamála, geta þeir haft djúpstæð áhrif á samkeppni í hagkerfinu. Með því að auka peningamagn í umferð, oft í gegnum lága vexti og peningaprentun, skapa þeir umhverfi þar sem ákveðnir aðilar hagnast meira en aðrir. Fyrirtæki sem hafa aðgang að ódýru lánsfé - oft stórfyrirtæki og fjármálastofnanir - geta nýtt sér nýtt peningamagn áður en verðbólga gerir vart við sig. Þetta er þekkt sem Cantillon-áhrifin, þar sem þeir sem fá nýja peninga fyrst hagnast mest. Með aðgengi að ódýru fjármagni geta þessi fyrirtæki fjárfest í útþenslu, keypt upp keppinauta eða lækkað verð tímabundið til að koma í veg fyrir innkomu nýrra keppinauta. Þetta gerir þeim kleift að viðhalda eða styrkja einokunarstöðu sína. Minni fyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki hafa ekki sama aðgang að gnægð þessa ódýra fjármagns og standa því höllum fæti í samkeppninni, sem hamlar nýsköpun og fjölbreytni á markaðnum. Einokun og auðlindir Sumir óttast að fyrirtæki sem ná stjórn á mikilvægum hráefnum eða auðlindum geti misnotað stöðu sína og hagnast á kostnað neytenda. Á frjálsum markaði er þetta sjaldan langvarandi vandamál. Ef fyrirtæki hækkar verð eða takmarkar aðgang að auðlind, skapast hvati fyrir aðra aðila til að finna staðgengilsvörur eða nýjar leiðir til að uppfylla þarfir markaðarins. Ný tækni og nýsköpun geta gert það mögulegt að komast fram hjá einokunaraðilanum og koma með nýjar lausnir á markaðinn. Áhrif tolla á neytendur Tollar eru annað dæmi um ríkisafskipti sem geta haft skaðleg áhrif á markaðinn. Þegar stjórnvöld setja tolla á innfluttar vörur, hækka þeir verð á þeim fyrir neytendur. Þetta dregur úr úrvali og hækkar kostnað fyrir heimilin. Í tilfelli matvæla getur þetta haft sérstaklega slæm áhrif. Innlendir matvælaframleiðendur, sem njóta verndar tollanna, hafa minni hvata til að bæta vörur sínar eða lækka verð. Þeir standa ekki frammi fyrir alþjóðlegri samkeppni sem myndi annars hvetja til nýsköpunar og hagræðinga. Þetta leiðir til þess að neytendur fá minna fyrir peninginn og hvatinn fyrir nýsköpun í matvælaiðnaði dregst saman. Afleiðingar fyrir neytendur og hagkerfið Ríkisafskipti sem leiða til einokunar hafa neikvæð áhrif á neytendur. Skortur á samkeppni gerir fyrirtækjum kleift að hækka verð án ótta við að missa viðskiptavini. Neytendur hafa færri valkosti, sem dregur úr getu þeirra til að finna vörur sem uppfylla þeirra þarfir. Án samkeppnisþrýstings hafa fyrirtæki minni hvata til að bæta vörur sínar og þjónustu, sem leiðir til minni nýsköpunar og skerts framboðs. Afnám ríkiseinokunar og aukið frelsi á markaði Til að koma í veg fyrir skaðlega einokun er mikilvægt að draga úr ríkisafskiptum í peningamálum og öðrum sviðum. Með því að efla frjálsa samkeppni í peningamálum og draga úr miðstýringu seðlabanka má koma í veg fyrir skekkjur á fjármálamarkaði sem hagnast fáum á kostnað margra. Með því að afnema tolla fá neytendur aðgang að ódýrari og fjölbreyttari vörum, sem hvetur innlenda framleiðendur til nýsköpunar og bættrar framleiðni. Að lækka aðgangshindranir með því að einfalda reglugerðir og minnka kostnað við að hefja rekstur gerir nýjum fyrirtækjum einnig auðveldara að komast inn á markaðinn. Það stuðlar að aukinni samkeppni, nýsköpun og fjölbreytni. Skaðleg einokun er afleiðing ríkisafskipta, ekki frjálsra markaða. Þegar stjórnvöld hafa afskipti af markaðnum með reglugerðum, peningamálastjórn, tollum eða veitingu einkaréttar, skapa þau umhverfi þar sem samkeppni er kæfð og fáir njóta góðs á kostnað almennings. Til að tryggja hagsmuni neytenda og heilbrigt hagkerfi er nauðsynlegt að draga úr ríkisafskiptum, bæði í peningamálum og á öðrum sviðum, og leyfa frjálsum markaði að blómstra. Með því stuðlum við að lægra verði, betri gæðum, aukinni nýsköpun og velmegun fyrir alla.
eirikur's avatar
eirikur 1 year ago
Peningar: Verk­færi til að draga úr ó­vissu, ekki pólitískt vald Nýverið birtist skoðanapistill á Vísi þar sem höfundur hélt því fram að sósíalismi náist ekki án sjálfstæðs gjaldmiðils Þetta sjónarmið vakti upp áhugaverðar spurningar um hlutverk peninga í samfélaginu. Að mínu mati eru peningar ekki tæki til að þjóna pólitískum markmiðum, heldur grundvallarverkfæri sem hjálpa einstaklingum að eiga viðskipti á skilvirkan og sanngjarnan máta. Hlutverk peninga í samfélaginu Peningar eru fyrst og fremst skiptimiðill og tækni til að geyma virði. Þeir gera okkur kleift að skiptast á vörum og þjónustu án þess að þurfa að finna nákvæman samsvörun á þörfum okkar og annarra. Mikilvægasti eiginleiki peninga er hæfileikinn til að varðveita verðmæti yfir tíma, sem gerir okkur kleift að spara og skipuleggja framtíðina. Með því að treysta á að peningar haldi verðgildi sínu getum við dregið úr óvissum framtíðarinnar og tryggt þannig fjárhagslegt öryggi okkar. Áhrif miðstýringar og peningaprentunar Í nútímasamfélagi eru peningar oft miðstýrðir og í höndum ríkisvaldsins. Þetta getur leitt til þess að peningamagn í umferð eykst stöðugt vegna peningaprentunar. Slík aukning á framboði peninga, án samsvarandi aukningar á raunverulegum verðmætum, veldur verðbólgu. Afleiðingin er sú að kaupmáttur peninga minnkar; hver króna kaupir minna en áður. Þetta grefur undan getu einstaklinga til að geyma virði og dregur úr fjárhagslegu öryggi þeirra. Notkun fasteigna sem verðmætageymslur Vegna þess að peningar í núverandi kerfi tapa stöðugt verðgildi sínu sökum verðbólgu og aukins peningamagns, hafa margir leitað til fasteigna sem leiðar til að geyma verðmæti sín. Þetta hefur leitt til þess að fasteignir eru ekki lengur aðeins heimili fyrir fólk, heldur einnig fjárfestingartæki. Þegar vextir eru lágir eykst hvati til að fjárfesta í fasteignum, sem leiðir til síhækkandi fasteignaverðs. Afleiðingin er sú að húsnæðismarkaðurinn verður óaðgengilegri fyrir þá sem vilja einfaldlega eiga þak yfir höfuðið. Peningar ættu hins vegar að þjóna hlutverki öruggrar geymslu verðmæta, þannig að fólk þurfi ekki að leita til annarra eignaflokka eins og fasteigna til að verja sparnað sinn. Ef peningar gætu haldið verðgildi sínu yfir tíma, myndu fasteignir fyrst og fremst vera notaðar til búsetu, ekki sem verðmætageymslur. Þetta myndi draga úr óeðlilegri eftirspurn eftir fasteignum sem fjárfestingum og stuðla að sanngjarnara húsnæðisverði. Peningar sem tæki fyrir pólitíska misnotkun Í fyrri grein minni um hvernig peningar eru notaðir til að viðhalda stríðum benti ég á að þegar stjórnvöld hafa vald til að stýra peningamagni geta þau notað peninga sem tæki til pólitískrar misnotkunar. Stríð eru dæmi um þetta, þar sem stjórnvöld geta prentað peninga til að fjármagna hernaðaraðgerðir án þess að hækka skatta eða leita samþykkis almennings. Þetta gerir það mögulegt að halda stríði gangandi þvert á vilja þjóðarinnar. Afleiðingin er verðbólga sem bitnar á öllum. Þannig eru almennir borgarar látnir bera byrðina af ákvörðunum sem þeir hafa litla eða enga stjórn á, þar sem peningakerfið sjálft leyfir slíka fjármögnun. Þörfin fyrir stöðugan og óháðan gjaldmiðil Til að vernda einstaklinga gegn slíkri misnotkun er nauðsynlegt að hafa gjaldmiðil sem er óháður pólitískum afskiptum. Slíkur gjaldmiðill myndi tryggja að peningar gegni raunverulega hlutverki sínu sem geymsla verðmæta og skiptimiðill. Með því að fjarlægja möguleikann á óhóflegri peningaprentun væri hægt að draga úr verðbólgu og auka traust almennings á peningakerfinu. Lausnir og framtíðarsýn Ég get því ekki séð að lausnin felist í því að halda sig við einn ríkisgjaldmiðil eða koma á sósíalísku hagkerfi með sjálfstæðum gjaldmiðli. Heldur þarf að endurskoða hvernig peningakerfið er uppbyggt og tryggja að það þjóni hagsmunum almennings. Ein leið til þess er að huga að gjaldmiðlum sem eru ónæmir fyrir pólitískri misnotkun, til dæmis með því að nýta tæknilausnir sem dreifa valdi og ábyrgð. Þá væri samkeppni gjaldmiðla þar ein leið til að skapa kerfi sem þjónar hagsmunnum almennings hvað best. Peningar eiga að vera verkfæri sem hjálpa okkur að draga úr óvissum framtíðarinnar, geyma verðmæti og eiga viðskipti á sanngjarnan hátt. Til að ná því markmiði þurfum við að tryggja að peningakerfið sé stöðugt, traust og óháð pólitískum afskiptum sem geta grafið undan verðgildi peninga. Með því að leyfa markaðnum að ákvarða hvaða gjaldmiðlar þjóna hlutverki penings best, getum við stuðlað að auknu fjárhagslegu öryggi og frelsi fyrir einstaklinga til framtíðar.
eirikur's avatar
eirikur 1 year ago
Peningur er birtingarmynd tíma okkar og orku. Í hvert sinn sem nýr peningur er prentaður, er ekki aðeins verið að rýra kaupmátt okkar, heldur einnig líf okkar. Við eyðum tíma okkar og orku á þessari plánetu til að sinna okkar vinnu, og í staðin fáum við krónur fyrir. En í dag eru þær krónur sem við höfum unnið okkur inn minna virði en þær voru áður fyrr, sem þýðir að við erum í raun minna virði. En það að hugsa peninga sem leið til að fanga tíma okkar og orku er ákveðin vitundarvakning, því peningur er meira en bara það sem stjórnvöld þvinga okkur til að nota og borga skatta okkar með. Ef ríkið getur heimilað peningaprentun og gengisfellingu á sínum eigin gjaldmiðili, að þá er um leið verið að rýra gildi tíma okkar og orku. Þegar ríkið tekur lán til að fjármagna eigin starfsemi er það í raun að búa til einskonar tímavél, því það tekur lán af tíma og orku framtíðarinnar, af allri þjóðinni, og segir: „Við borgum þetta seinna.“ Það er gjörsamlega súrealískt.
eirikur's avatar
eirikur 1 year ago
Vextir voru lengi vel bannaðir í Evrópu á tímunum eftir krist. Þá voru helstu rökin gegn vöxtum, eða öllu heldur því að fá meira til baka en þú lánaðir út, að peningur væru dauður hlutur sem skapaði ekkert, heldur miðluðu aðeins virði, þ.e. þjónaði tilgangi skiptimiðils (e. medium of exchange). En sú kenning á rætur sínar að rekja til Aristotle. Aristotle var mótfallinn allri framþróun og því að hagkerfi mannsins breyttist og óx, en hagfræðingar seinni tíðar hafa einmitt bent á að slíkt krefst þess að halda þurfi aftur af fólki með þvingunum og alræði. En þessar kenningar Aristotle höfðu mikil áhrif á skoðanir páfa, presta og klerka á miðöldum. Þó er hægt sé að vitna í Matthew 25:14-30 til að réttlæta að vextir séu enginn þjófnaður. Einnig eru vextir fordæmdir skv. íslamskri trú, sem ég þekki ekki nógu vel söguleg rök fyrir. Seinni tíma hagfræðingar skilgreindu betur rök fyrir vöxtum, og þá má sérstaklega nefna Anne Robert Jacques Turgot. En Turgot fordæmdi það að banna vexti, því vextir væru viðskiptasamningur milli þess sem lánar út sitt fé og þess sem þiggur það fé. Þá er mikilvægt að gera grein fyrir því að peningar voru ekki búnir til og prentaðir af ríkinu og seðlabönkum þess á þessum tímum, slíkt hefði sennilegast hljómað sem afleidd hugmynd í eyrum flestra hagfræðimiðaðra heimspekinga á þeim tíma. Þá var peningur sú vara á markaðnum sem var kosin sem peningur (af aðilum á markaðnum) og bar þar gull sigur af hólmi, því gull sannaði sig sem sú vara sem erfiðast var að búa til í auknum mæli þegar eftirspurn eftir því jókst, enda þynnir slík (auðveld) framleiðsla út kaupmátt þeirra sem nota tiltekinn pening. Turgot benti á, sem seinni tíma hagfræðingar hafa sammælst flestir um, er að vextir ákvarðast á markaðnum og geta þá sveiflast eftir framboði og spurn á fjármagni. Þá endurspegla vextir tímaval samfélagsins á hverri stundu, þ.e. háir vextir samsvara háu tímavali og lágir vextir lágu tímavali. En til þess að geta lánað út fjármagn þarf viðkomandi að afsala sér því fjármagni um setta tíð, ásamt því að taka áhættu á að fjármagnið skili sér ekki til baka ef það mistekst að nýta það í rekstur sem skilar hagnaði, en þetta ferli er grunnforsenda allrar velmegunnar og því sem við köllum KAPÍTALISMA. Það má hinsvegar réttilega gagnrýna seðlabanka og miðstýrðar peningastofnanir með öllu móti, því slík fyrirbæri eru mjög ónáttúruleg, og hagnast einmitt alltaf þeim helst sem standa nærst nýja fjármagninu (peningaprentaranum), sem oftast eru einstaklingar eða stofnanir sem ná að festa sín kjör á sem lægstum (tilbúnum) vöxtum. Þannig geta einmitt stórfyrirtæki þrifist vel með sinni einokun því þau eru með hátt sjóðstreymi (e. cash flow), sem veitir þeim aðgang að lánsfjármagni á mun lægri vöxtum en almenningur hefur aðgang að. Ég vil þá enda á því að biðla til allra sem tala fyrir því að breyta hagkerfi nútímans, og því að leggja nagla í kistu þess sem sósíalistar vilja kalla kapítalisma, sem réttar er að kalla þjófa fiat kerfisins, að kynna sér betur skóla austurrísku hagfræðinnar, sem nálagst viðfangsefnið frá sjónarmiði mannlegrar hegðunar og með það að markmiði að lágmarka ágreining og ofbeldi. Hægt er að kafa nánar í þessi fræði í bókinni An Austrian Perspective on the History of Economic Thought eftir Murray Rothbard. https://mises.org/library/book/austrian-perspective-history-economic-thought
eirikur's avatar
eirikur 1 year ago
Tímaval Hvað er hátt og lágt tímaval? Hvaða áhrif hefur það á okkur sem einstaklinga og samfélagið sem heild? Hvernig hefur peningur áhrif á tímaval? Þessar spurningar ásamt fleirum svara ég í nýjustu grein minni. Endilega lesið og deilið ykkar skoðunum.
eirikur's avatar
eirikur 1 year ago
Bitcoin helmingun Í nótt átti hin svokallaða Bitcoin helmingun (e. Bitcoin halving) sér stað og spurja margir sig eflaust að því hvað hún gengur út á og hvaða áhrif hún hefur fyrir Bitcoin kerfið í heild sinni. Förum aðeins yfir það. image Áður en við kryfjum betur hvað helmingunin gengur út á og hver áhrif hennar eru, að þá er mikilvægt að gera lauslega grein fyrir því hvaða hlutverki minerar gegna í Bitcoin kerfinu. image Til að senda Bitcoin frá aðila A til aðila B að þá þarf að samþykkja þá færslu. Aðili A ákvarðar þá hversu brýnt það er að sú færsla verði samþykkt með því að greiða tilsett færslugjald fyrir, því hærra gjald, því ofar færist hans færsla í forgangsröðinni um að vera samþykkt inn í næstu blokk. Án þess að fara of tæknilega í hlutina að þá standa minerar í einskonar keppni um að finna lykil að næstu blokk. Til þess þurfa þeir sérhæfðar tölvur sem keyra orkufrekann algóriþma sem gengur í mjög einföldu máli út á að giska á stórar tölur. Sá miner sem nær að giska á tilsetta tölu finnur þannig lykilinn að næstu blokk sem inniheldur samansafn af þeim færslum sem næstar eru í forgangsröðinni um að verða samþykktar. Í fundarlaun fyrir að finna lykilinn fær sá miner tiltekið magn af Bitcoin, sem samanstendur af fyrifram tilgreindu magni sem helmingast á 4 ára fresti, ásamt færslugjöldunum sem fylgja hverri færslu. Bitcoin kerfið er svo þannig hannað að á 2016 blokka fresti (u.þ.b 2 vikur), er erfiðleikastig kerfisins stillt af. Það er að ef blokkir voru samþykktar að meðaltali á minna en 10 mínútna fresti að þá er erfiðleikastigið hækkað, ef það tók lengur en 10 mínutur er það lækkað. Þetta er gert til þess að viðhalda stöðugleika í kerfinu á því hversu reglulega nýjar blokkir eru gefnar út, sem sveiflast með aukinni eða minkaðri þáttöku minera í kerfinu. En förum nú að tala um helmingunina. Á 210,000 blokka fresti (u.þ.b 4 ár), fá minerar helmingi lægri fundarlaun fyrir að finna lykilinn að næstu blokk. Satoshi Nakamoto mine-aði til að mynda fyrstu Bitcoin blokkina, einnig þekkt sem genesis blokkin, 3. Janúar 2009 á sinni eigin tölvu og fékk 50 Bitcoin fyrir. image Þannig hefur kerfið haldið áfram að keyra og hafa fundarlaun minera haldið áfram að helmingast á 210,000 blokka fresti, og átti slíkur viðburður sér stað í gær þegar blokk 840,000 var samþykkt og fékk sá miner 3.125 Bitcoin í verðlaun fyrir. Þannig munu fundarlaunin halda áfram að helmingast þar til árið 2140 (u.þ.b), þegar búið verður að grafa eftir öllu þeim Bitcoin sem nokkurntíman munu koma í umferð, sem verða þá 21 milljón samanlagt. Hægt er að lýsa því með eftirfarandi jöfnu hvernig fundarlaun munu verða veitt minerum þar til síðasta brotið úr Bitcoini kemst í umferð. image Hér er sömuleiðis góð mynd sem sýnir hvernig fundarlaunin munu halda áfram að þróast þar til árið 2140 u.þ.b, eftir það munu minerar aðeins fjármagna sig og sína starfsemi á færslugjöldum. image Helmingunin gengur þannig út á hvernig innflæði af nýjum Bitcoin helmingast inn í kerfið á hverju ári, og má til gamans geta að í gær varð verðbólgan í kerfinu undir 1%, sem gerir Bitcoin þar af leiðandi að harðari eignarflokki en gull. Fyrir áhugasama lesendur sem vilja kynna sér Bitcoin betur mæli ég með því að lesa BA ritgerð Vagns Margeirs Smelt í heimspeki sem fjallar um stafræna peninga. En markmið ritgerðarinnar er að koma auga á og gera grein fyrir vandamálum núverandi peningakerfis. Sömuleiðis vil ég benda á grein sem ég skrifaði fyrir stuttu um hvaða tilgangi peningur þjóna, hvernig þeir verða til og hvað skilgreinir góðan og slæman pening. https://medium.com/@hodl_ishmael/peningur-b2f3bfa40aa8
eirikur's avatar
eirikur 1 year ago
Peningur frá sjónarmiði Austurrísku hagfræðinnar. Hvaða tilgangi þjónar peningur? Hvernig verður peningur til? Hvað skilgreinir góðan og slæman pening? Þessar spurningar ásamt fleirum svara ég í nýjustu grein minni. Endilega deilið og gefið ykkar álit. https://medium.com/@hodl_ishmael/peningur-b2f3bfa40aa8
eirikur's avatar
eirikur 1 year ago
Orka frá sjónarmiði Austurrísku hagfræðinnar. Að virkja orkuna sem umlykur okkur til þess að auka okkar skilvirkni og framleiðni er forsenda þess að mannkynið reis upp úr fátækt með tilkomu iðnbyltingarinnar, og höfum við þar jarðefnaeldsneyti allt að þakka. https://medium.com/@hodl_ishmael/orka-812aec54542d
eirikur's avatar
eirikur 1 year ago
Tækni frá sjónarmiði Austurrísku hagfræðinnar. Tækni og tækninýjungar í okkar samfélagi eru forsenda aukinnar framleiðni og velsældar. Sömuleiðis eru góð rök fyrir því að tækniframfarir iðnbyltingarinnar hafi útrýmt þrælahaldi. Endilega lesið og deilið skoðunum ykkar. https://medium.com/@hodl_ishmael/t%C3%A6kni-2167cebb9937